sunnudagur, 6. september 2015

"Orðatiltækið „með lögum skal land vort byggja“ var vel þekkt til forna um öll Norðurlönd. Það kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingjalögum og í Frostaþingslögum. Í íslenskum heimildum er orðatiltækið þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni „...en með ólögum eyða“ sem einnig er í Frostaþingslögum."
Guðrún Kvaran, Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'? Vísindavefurinn 17.7.2006 (Skoðað 6.9.2015).

Myndin er af Bæjarrétti Kaupmannahafnarréttar. Tilvitnunin er í upphafsorð Jótalaga (d. Jyske Lov):
Med lov skal land bygges, men ville enhver nøjes med sit eget og lade andre nyde samme ret, da behøvede man ikke nogen lov.
Byggingarstíllinn er kunnuglegur. Í Wikipedia-færslunni um dómshúsið segir: "Byretten er græsk inspireret og har visse ligheder med Niketemplet i Grækenland." Síðuhaldara var einnig hugsað til Pantheon í Róm. sem hér sést:

laugardagur, 14. febrúar 2015

Takk, stjórnlagaráð

Kæra Stjórnlagaráð. Takk fyrir ritstuldinn (gagnslausa peningahítin sem þú varst).

Úr BA-ritgerð frá 2005:
Hugtakið réttarríki er eitt sterkasta pólitíska hugtak sem við eigum, til að lýsa stjórnarháttum og réttarástandi í þjóðríki.[1] Það er gjarnan notað þegar rætt er um efnahags­ og lýð­ræðisþróun ríkja. Í aðstoð vestrænna ríkja til þróunarlanda hefur lengi vegið þungt að koma á fót samfélagi sem lýtur skilyrðum réttarríkisins,[2] enda telja margir það vera hugsjón sem sé einn megingrundvöllur þess að lýðræði og mannfrelsi séu virt.[3]
Af vefnum stjornlagarad.is (2011)- "helstu hugtök um stjórnarskrá og stjórnskipun":
Réttarríki: Hugtakið réttarríki er veigamesta pólitískt hugtak sem við eigum til að lýsa stjórnarháttum og réttarástandi í þjóðríki. Það er gjarnan notað þegar rætt er um efnahags- og lýðræðisþróun ríkja. Í aðstoð vestrænna ríkja til þróunarlanda hefur lengi vegið þungt að stuðla að samfélagi sem lýtur skilyrðum réttarríkisins, enda telja margir það vera megingrundvöll þess að lýðræði og mannfrelsi séu virt. [...]
Betur hefði farið á því ef gætt hefði verið að réttri málfræði við stuldinn.


Neðanmálsgreinar úr tilvitnuðum texta ritgerðarinnar:
[1] Sem dæmi má nefna að hugtakið var notað sem slagorð á dögum kalda stríðsins, til að lýsa yfirburðum vestrænna ríkja yfir Sovétríkjunum.
[2] Sjá Thomas Carothers: The Rule of Law Revival, bls. 95.
[3] Sjá hér m.a. José María Maravall: Democracy and the Rule of Law.