fimmtudagur, 11. október 2007

Hinn nýji forseti CFI

Ágætis umfjöllun Bloomberg um Marc Jaeger, fyrsta lúxemborgarann til þess að verða forseti CFI, og 4. forseta CFI frá því dómstigið tók til starfa árið 1989.

Jaeger fæddist árið 1954, starfaði sem lögmaður, saksóknari og héraðsdómari í Lúxemborg, auk þess að kenna við Centre Universitaire de Luxembourg (fyrirrennara Lúxemborgháskóla).

Árið 1986 varð hann lögritari við Evrópudómstólinn og 10 árum seinna dómari við Tribunal de première instance des CE - þar sem hann var kosinn forseti nú nýlega, eins og áður segir.


Engin ummæli: