Sá misskilningur er útbreiddur á Íslandi að heimilt sé að brugga áfengi "upp að vissu marki /magni" til einkaneyslu.
Sannleikurinn er sá að hvers konar bruggun, eiming og gerjun áfengra drykkja, m.a.s. átöppun þeirra, er leyfisskyld starfsemi skv. 6. gr. áfengislaga.
Lögreglan og ákæruvaldið eru óvægin við spörfuglaveiðarnar þegar framleiðsla áfengis til eigin neyslu er annars vegar, líkt og sjá má í leiðbeiningum ríkissaksóknara um sektarfjárhæðir:
2.3 Brot gegn áfengislögum nr. 75/1998 og lögreglusamþykktum
2.3.1 Framleiðsla, innflutningur, sala og veitingar áfengis:
1. og 2. mgr. 4. gr.:
* Framleiðsla áfengis til einkaneyslu eða sölu og sala áfengis.
Grunnsekt skal vera 50.000.
Fyrr í dag féll í Héraðsdómi Suðurlands dómur nr. S-37/2008, í máli erlends pars sem bjó hér á landi og hafði hafið bruggun á vodka. Þar segir:
Ákærðu, sem höfðu túlk, kváðust hafa verið í þeirri trú að heimilt væri að framleiða áfengi til einkaneyslu og að þau hefðu ekki verið að brjóta lög. Ákærðu hafa búið hér á landi um árabil. Skýringar ákærðu á vanþekkingu á íslenskum lögum er ekki trúverðug með hliðsjón af því magni sem um var að ræða og því að þau hafa búið á landinu í nokkur ár.
Ekki verður séð að magnið, rúmlega 140 lítrar af sterku áfengi (um 3 mánaða skammtur fyrir meðal-Pólverja), hafi komið til sérstakrar skoðunar í málinu. Dómarinn segir beinlínis að sá skilningur ákærðu að framleiðsla til einkaneyslu væri leyfilegur sé rangur og segir það ótrúverðugt að þau hafi verið haldin slíkri vanþekkingu á íslenskum lögum.
Þetta síðastnefnda er mjög fyndið með tilliti til þess að þessi skilningur er útbreiddur meðal fólks sem búið hefur á Íslandi í áratugi.
Sannleikurinn er sá að hvers konar bruggun, eiming og gerjun áfengra drykkja, m.a.s. átöppun þeirra, er leyfisskyld starfsemi skv. 6. gr. áfengislaga.
Lögreglan og ákæruvaldið eru óvægin við spörfuglaveiðarnar þegar framleiðsla áfengis til eigin neyslu er annars vegar, líkt og sjá má í leiðbeiningum ríkissaksóknara um sektarfjárhæðir:
2.3 Brot gegn áfengislögum nr. 75/1998 og lögreglusamþykktum
2.3.1 Framleiðsla, innflutningur, sala og veitingar áfengis:
1. og 2. mgr. 4. gr.:
* Framleiðsla áfengis til einkaneyslu eða sölu og sala áfengis.
Grunnsekt skal vera 50.000.
Fyrr í dag féll í Héraðsdómi Suðurlands dómur nr. S-37/2008, í máli erlends pars sem bjó hér á landi og hafði hafið bruggun á vodka. Þar segir:
Ákærðu, sem höfðu túlk, kváðust hafa verið í þeirri trú að heimilt væri að framleiða áfengi til einkaneyslu og að þau hefðu ekki verið að brjóta lög. Ákærðu hafa búið hér á landi um árabil. Skýringar ákærðu á vanþekkingu á íslenskum lögum er ekki trúverðug með hliðsjón af því magni sem um var að ræða og því að þau hafa búið á landinu í nokkur ár.
Ekki verður séð að magnið, rúmlega 140 lítrar af sterku áfengi (um 3 mánaða skammtur fyrir meðal-Pólverja), hafi komið til sérstakrar skoðunar í málinu. Dómarinn segir beinlínis að sá skilningur ákærðu að framleiðsla til einkaneyslu væri leyfilegur sé rangur og segir það ótrúverðugt að þau hafi verið haldin slíkri vanþekkingu á íslenskum lögum.
Þetta síðastnefnda er mjög fyndið með tilliti til þess að þessi skilningur er útbreiddur meðal fólks sem búið hefur á Íslandi í áratugi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli