mánudagur, 25. febrúar 2008

Elsta trixið í bókinni

21. febrúar sl. var í Héraðsdómi Suðurlands kveðinn upp dómur í máli nr. S-486/2007.

Drengur nokkur, með óþekkt heimilisfang í Lúxemborg en til dvalar á Flúðum, velti bíl sínum á Hlöðuvallavegi við Laugarvatnsveg. "Þegar lögreglan kom á vettvang hefði ökumaðurinn staðið við bifreiðina og verið að drekka bjór."Klassískt.

Blóðsýni sem tekið var úr ökumanni eftir slysið sýndi rúmlega tveggja prómilla alkohólmagn, sem er barasta ágætt. Vitni báru því við að þeir hefðu séð "ákærða skríða út úr bifreiðinni" þegar komið var á vettvang og hann hefði "hegðað sér eins og ölvaður maður".

Þá er nefnt í forsendum dómsins að "[s]amkvæmt matsgerð Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum við Háskóla Íslands var etanólstyrkur í blóði ákærða fallandi þegar blóð- og þvagsýni voru tekin úr honum um einni og hálfri klukkustund eftir að akstri lauk. Svo hefði ekki verið hefði mikil drykkja átt sér stað eftir að akstri lauk." Komið hafði fram fyrir dómi að "það sé alls ekki hægt að ná þessum styrk í þvagi [sem mælt var hjá ákærða] á einum og hálfum klukkutíma".

Fékk ákærði tveggja ára sviptingu ökuréttinda fyrir brotið.

Engin ummæli: