"Egill: Ég ætla að klára þetta. Ég verð að nefna eitt mál. Það er skipun dómara í Norðurlandi eystra. Telurðu að þetta mál hafi skaða flokkinn, Sjálfstæðisflokkinn?Björn Bjarnason: Mér sýnist nú ekki í sjálfu sér kannanir sýna það. Ég tel í grunninn sé þetta mál deila á milli framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins. Í grunninn er það þannig að dómararnir vilja ráða því hverjir eru dómarar og þeir sætta sig illa við að ráðherrar komi að því og þeir eru að finna alls konar formúlur til þess að binda hendur ráðherrans. Stjórnskipunin bara gerir ekki ráð fyrir því. Stjórnskipunin gerir ráð fyrir að þeir geti sagt álit sitt um hæfi en það er ráðherrans að taka ákvörðun og ráðherrann getur haft aðrar upplýsingar heldur en þessi dómnefnd hefur og þegar hann fer inn í ráðuneytið og skoðar málið þá getur hann komið að málinu með öðrum hætti, haft aðrar upplýsingar heldur en nefndin sem segir álit sitt og þess vegna haft mjög skýr rök fyrir sinni niðurstöðu.
Egill: Held ég að mönnum beri saman um að ráðherrann hafi mátt gera þetta en það er spurning síðan hvort að það hafi verið siðlegur gjörningur ...?
Björn Bjarnason: Jú auðvitað var þetta siðlegt og löglegt en menn geta deilt um þetta pólitískt og það hefur verið reynt að deila um þetta pólitískt í einn mánuð. Mig minnir að þetta hafi gerst, hvað 20. desember nú er kominn 3. febrúar.
Egill: Menn eru ekki alveg búnir að gleyma þessu strax.
Björn Bjarnason: 3. febrúar og reynt að halda þessu vakandi allan janúarmánuð í von um að draga úr fylgi Sjálfstæðisflokksins örugglega því að það er ekki ...
Egill: Er þetta bara notað, eitthvað sem er notað til þess að koma höggi á ykkur?
Björn Bjarnason: Mér sýnist að pólitískir andstæðingar okkar hafi gert það. Hvað gerist þegar skoðanakönnun kemur um fylgi flokkanna? Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt. Þannig að ef við ætlum að ...
Egill: Pétur Hafstein og Sigurður Líndal eru ekki pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins."
Algerlega óþolandi þegar fólk þráast við að gleyma ekki valdníðslu stjórnmálamanna í heilu vikurnar. Það er ekki trúverðugt þegar lögfræðingur eins og Björn túlkar gagnrýni á taumlausan vildarrétt stjórnvalda og líkir við lög 3. ríkisins sem samlíkingu við grimmdarverk nasista. Samlíkinguna er að finna í flestum heimspekiritum þar sem minnst er á kosti og galla vildarréttarkenninga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli